27.5.2008 | 23:26
Better late then never :)
Jájá ég veit það ég er ekki að standa undir nafni að vera bloggari en svona er þetta nú bara ég hugsa þeim mun meira til ykkar....Úff, það er bara svo gaman og mikið að gera og þá flýgur tíminn og nú er orðinn meira en mánuður síðan ég bloggaði....nóg er búið að gerast....
Svo ég byrji nú á byrjuninni þá var hann Eyjó vinur minn úr skólanum í London "um daginn" og var búin að bóka út að borða fyrir sig og félaga sína á einkaklúbb sem hann er meðlimur að en klúbbur heitir Claremont Club og er einn elsti einkaklúbburinn hér í London. Hann var svo góður að hann bauð mér og Hrund að borða með þeim. Og ó vá .....þvílík upplifun, það eru allir skráðir niður og þurfa sýna skilríki og það er tekin mynd af öllum sem fara inn í klúbbinn. Þetta var frábær staður, mjög old fashion og frábær þjónusta staðurinn lyktaði af flottheitum og það var sérstakt casino fyrir meðlimi einnig á staðnum......Ekkert smá gaman að upplifa slíkt og í svona líka fínum félagsskap takk Eyjó fyrir frábært kvöld.
Ein svona heimilssaga... Smoothie óhapp ☺
Þið ykkar sem vitið ekki hvað smoothie er þá er það eins konar hollustudrykkur með ýmsum ávöxtum og djúsí blandað saman. Það var einn slíkur inní ísskáp sem var eitthvað gallaður því það var byrjað að leka uppúr honum þó svo að hann væri óopin svo Hrund tók hann úr ísskápnum og lét í ruslið okkar sem er plastpoki utan á eldhús innréttingunni þar sem við höfum ekki ennþá fjárfest í ruslafötu....en stuttu síðar þegar leigusalinn okkar var í heimsókn sprakk hann út um allt eldhús og við enduðum á því að þurfa að láta mála þar sem bretar nota ekki alltaf herðir í málninguna sína svo það voru smoothie blettir út um allt eldhús hjá okkur í mánuð en þetta var bara fyndið atriði og sérstaklega að leigusalinn var í heimsókn og fannst ekki fyndið að fá smootie á sig og út um allt eldús :)
Svo fékk ég enn aðra frábæra heimsókn um daginn uppáhaldsskólavinkonurnar, en það voru þær Elfa, Ólöf og Helga. Oh, það var svo gaman að fá þær, við vorum allar duglegar að versla en þó duglegastar í að smakka Mojito á börum borgarinnar. Það var algjört æði hjá okkur ásamt Hrund og Rakel frænku hennar sem var einnig í heimsókn hjá okkur hér í East London. Gaucho uppáhalds veitingastaðurinn minn hér í London var tekin með trompi á ekki von á að það kvöld verði slegið út af nokkrum manni. Við fengum svo alveg frábært vor veður á laugardeginum en þá ætluðum við mögulega að faraí London Eye en lögðum ekki í það að bíða í eina klukkustund en það er samt alveg frábært að labba þarna við ánna og skoða sig um og sjá Big Ben og Höllina "up close and personal" en þetta er þarna allt ásama svæði. Mig langar bara að fá þær sem fyrst aftur, þessi heimsókn var æði!!
Og ekki nóg með það....ég er komin með nýja vinnu algjört draumastarf þar sem ég er þátttakandi í að setja upp skrifstofu fyrir fjárfestingafélag hér í London. Félagið er með starfsemi á nokkrum stöðum út í heimi og ég mun aðallega starfa hér í London og því mjög skemmtilegir tímar framundan. Verkefni mín munu vera allt frá A-Z í byrjun eða það sem kemur upp að hverju sinni, ekki leiðinlegt þegar vinnan er eitt af áhugamálunum, hreinlega forréttindi myndi ég segja.
Sumarið er eiginlega alveg komið hérna og oft á tíðum alltof heitt í strætó og "tube-inu"en ég ætla sko ekki að kvarta mér finnst æðislegt að hitastigið er hærra en á Íslandi og sé mig alveg fyrir að búa í heitara landi einhvern tímann seinna á lífsleiðinni. Það er hinsvegar alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt og það eru rúmir sex mánuðir síðan ég flutti hingað til London.
Okkur Hrund var boðið í cabaret partý af Herði sem vinnur hjá Baugi en það var rosalega skemmtileg upplifun en það eru eingöngu boðsgestir og þessi þema partý eru reglulega en síðast var Bond þema...ég hefði nú slegið í gegn í þvi þar sem ég á ennþá einhverjar græjur frá Capacent árshátíð þar sem það var einnig Bond þema.
Við munum nokkur saman fara á tónleika með Radiohead og okkur hlakkar þvílíkt til en þeir verða í Viktoria Park sem er um 10 mínútu göngufæri frá heimili okkar hér í London en ég skráði okkur í Google Maps um daginn en það er hægt að fletta okkur upp þar.....mér finnst það algjör snilld :)
Jæja, nóg í bili. Hafðið það sem allra best þangað til næst.
Lots of luv and hugs and kisses.
Alla Londonfari
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.4.2008 | 00:01
Heimsóknir frá Capacent vinkonum
Ég og Hrund meðleigjandi/sambýliskona/flatmate eða hvað sem við getum kallað hvor aðra ;) hittum Gauju eitt föstudagskvöld hérna úti í London. Ég pantaði á stað sem heitir Cipriani en það ítalskur staður á Davies street rétt hjá Berkeley Square en það bíða oft ljósmyndarar þar fyrir utan eftir frægu fólki. Ég fékk reyndar áfall þegar við löbbuðum þangað inn, staðurinn bar það með sér að hann væri dýr og ég gat ekki beðið eftir að kíkja á matseðill en svo var þetta ekki svo slæmt miðað við gæðin en maður getur líkt þessu við að vera á Holtinu heima en við borguðum 60 pund á mann fyrir tveggja rétta og vín. Svo var ferðinni heitið á æðislegan stað á Piccadilly Circus sem heitir Jewel sem mætti líkja við Rex/Oliver/Thorvaldssen heima en samt ekki J Þaðan var ferðinni heitið á aðra staði en svo enduðum við á dansgólfinu á TigerTiger en ætli hann sé ekki svipaður Oliver en fyrir þá sem vita það ekki þá borgar sig alltaf að vera búin að bóka borð fyrirfram hér í London svo að maður þurfi ekki að vera borga sig inn og bíða í biðröðum.
Fjóla María kom svo í heimsókn í tvær nætur en hún var að fara á fundi til að koma flottu tölvutöskunni sinni fyrir konur á framfæri á alþjóðavettvangi, það er hægt að skoða heimasíðuna hennar með því að smella hér. Við fórum svo tvær á Beach Blanket Babylon á Bethnal Green Road og svo á Lounge Lover í kokteil en þeir eru með alveg frábæra kokteila þarna. Svo þurfti ég reyndar að fara til Edinborgar á þessum stutta tíma sem hún var í heimsókn en hún þekkir fólk hérna frá því að hún var í MBA náminu sínu í Skotlandi svo það kom ekki að mikilli sök.
Oh, það var sko æðislegt að sjá báðar stelpurnar og fá smá slúður frá Íslandi. Þetta fékk mig þó ekki til að vilja koma heim strax þó ég sakni fyrrverandi vinnufélaga minna til margra ára oft á tíðum.
Ég er reyndar ein í kotinu þangað til á næsta sunnudag þar sem Hrund fór til Íslands að vinna, verð nú að viðurkenna það er svolítið skrýtið að hafa hana ekki að ýta á mig á æfingu en ég er nú samt ágætlega hörð við sjálfa mig ;)
Í staðinn hittumst við hin Hrund sem vinnur einnig hjá Landsbankanum og fengum okkur að borða og skelltum okkur í bíó á The Other Boleyn Girl sem okkur þótti báðum mjög skemmtileg.
Jæja, nóg í bili. Hafðið það sem allra best þangað til næst.
Lots of luv and hugs and kisses.
Alla Londonfari
Bloggar | Breytt 14.4.2008 kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.3.2008 | 23:51
Páskarnir
Páskarnir voru æðislegir, þeir byrjuðu reyndar á því að ég var að vinna á Skírdag en það er ekki Bank Holiday hérna eins og heima. Fösturdagurinn langi byrjaði á því að kveðja fjölskylduna hennar Hrundar svo lagði ég mig aftur til hádegis til að byrja páskafríið með stæl. Svo fór ég niðrá Oxford Street að versla aðeins mig langaði aðeins að "punta" uppá baðherbergið mitt(myndir koma fljótlega) en það var búið að vera lengi á to do listanum sem lengist eiginlega bara þessa dagana því tíminn flýgur svo hratt að maður nær sko alls ekki að gera allt sem manni langar að gera. Ég var rosalega stolt og ánægð með sjálfa mig þegar ég kom heim því þá sá ég sko virkilega hvað verslunarferðin mín var árangursrík því mér finnst baðhergið mitt alveg rosalega flott núna, ég er mjög ánægð með það.
Við Hrund fórum svo í fyrsta skiptið á Portobello Road markaðinn en þangað erum við sko búnar að ætla lengi. Það var reyndar frekar kalt svo að við fórum frekar hratt í gegn en sáum að við munum alveg getað verslað fullt þarna og leist mjög vel á hann en ferðinni verður sko heitið þangað aftur við betra tækifæri. Við fengum okkur aðeins í glas um kvöldið og ætluðum á Hoxton Square um kvöldið en hættum svo við vorum bara þreyttar...., en þar eru margir skemmtilegir staðir, ég get alveg mælt með Zigfrid (and the Underbelly) núna en mun mæla með öðrum síðar þegar ég hef prófað þá aðmennilega. Páskadagur var algjör afslöppunardagur og við vorum þvílíkt hamingjusamar að hafa fengið Nóa og Siríus páskaegg frá Öbbu mömmu hennar Hrundar sem við gátum gætt okkur á, það var æði J
Annar í páskum byrjaði á ræktinni eftir allt nammi átið deginum áður og það var sko tekið á því og farið í gufu og allur pakkinn tekinn. Við fórum svo út að borða á frábærum mexicönskum stað sem heitir Cafe Pacifico og er rétt hjá Covent Garden tube stöðinni, úff já, ég get sko alveg mælt með þessum stað, en það er víst frábært að byrja kvöldið þarna ef maður ætlar út á lífið.
Jæja, nóg í bili. Hafðið það sem allra best þangað til næst.
Lots of luv and hugs and kisses.
Alla Londonfari
Bloggar | Breytt 1.4.2008 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.3.2008 | 23:48
Fréttir af nýju vinnunni...
Nú er ég aðeins komin inní verkefnin mín í vinnunni hjá TheTrainLine en þau stærstu eru að stjórna innleiðingu á að bæta við hótelum við bókun á lestarmiða en þá getur maður bókað lestarmiða til Manchester og hótelið í einum pakka í staðinn fyrir að fara á tvo staði, svo erum við að skipta um vefgreiningatæki eða frá SageMetrics yfir í WebTrends einnig er ég að sjá um að innleiða nýja prentunaraðferð á miðum fyrir Ministry of Defense eða MOD eins og þeir kalla það í vinnunni en þeir eru mjög duglegir að búa til skammstafanir en svo kannaðist ég til dæmis ekki heldur við BAU sem er Business As Usal og TBC sem er To Be Confirmed en ég er að komast inní þetta núna og er að byrjuð að búa til mínar eigin strax J
Ég er svo hamingjusöm, þakklát og ánægð að ég hafi tekið ákvörðun um að flytja hingað til London. Þó svo að þetta hafi tekið smá á í byrjun að þá er það oft þannig að maður verður að hafa fyrir hlutunum svo að maður kunni að meta það sem koma skal og góðir hlutir gerast hægt, þvílíka lukkulega ákvörðunin ég er allaveg þvílíkt ánægð J
Jæja, nóg í bili. Hafðið það sem allra best þangað til næst.
Lots of luv and hugs and kisses.
Alla Londonfari
Bloggar | Breytt 1.4.2008 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2008 | 23:45
Heimsókn frá Íslandi
Fjölskyldan hennar Hrundar kom í heimsókn til okkar en mamma hennar kom með þvílíka góðgætið frá Íslandi til okkar og við vorum rosalega hamingjusamar....fengum, flatkökur, hangikjöt, harðfisk, lindu buff, Cherrios, kúlusúkk, páskaegg og kókómjólk svo eitthvað sé nefnt....takk takk Abba mín þetta var alveg frábært og er enn því við erum búnar að vera spara sumt. Fyrsta kvöldið þeirra fórum við á Gaucho á Piccadilly en við vorum á þriðju hæðinni þar en við mælum eindregið með því að halda sér á annarri hæðinni á þeim stað afþví það verður eitthvað svo hávært þarna uppi en maturinn klikkaði að sjálfsögðu ekkert, hann var að vanda algjört æði.
Annað kvöldið fórum við svo á Dirty Dancing í Aldwych Theatre en það var alveg frábært þó að fyrir hlé hefði alveg mátt koma meira frá leikurunum þetta var alveg eins og myndin en við nutum okkar í botn og langaði að fara læra að dansa, sem við Hrund stefnum reyndar að þegar það fer að hægja aðeins á hjá okkur.
Hún Margrét Eva vinkona kom svo einnig í heimsókn til London en hún var á námskeiði í þrjá daga á vegum vinnunnar en við fórum á Brick Lane og nældum okkur í indverskan mat á Preem sem var að vanda mjög góður. Það var alveg frábært að fá eina úr Brunch klúbbum og heyra smá alvöru slúður frá Íslandi sem kemur bara þegar maður er í spjallgír face to face að mínu mati. Því miður var svo mikið að gera hjá henni að við náðum bara að hittast þetta eina kvöld.
Ég fór einnig með fjölskyldunni hennar Hrundar á Billy Elliot í Viktoria Palace Theatre, sú sýning var mjög skemmtileg en þar komust við að því hversu góðar við erum í því að skilja Breta að norðan því það er sko stór munur á breskunni og margir Bretar skilja suma þeirra ekki sjálfir....eða það þarf allavega þónokkra þjálfun í að venjast því hvernig þeir tala.
Mér hlakkar rosalega til núna því nú fara heimsóknirnar að streyma hingað til mín en Fjóla María vinkona frá Capacent kemur í byrjun apríl, Þurý fyrrverandi Londonbúi í lok apríl, Elfa, Helga og Ólöf skólavinkonur og vinkonur for life koma í smá útskriftarferð/heimsókn í byrjun maí og að lokum koma mamma og Dísa systir um miðjan maí áður en þær fara aftur til Íslands frá Indlandi.
Jæja, nóg í bili. Hafðið það sem allra best þangað til næst.
Lots of luv and hugs and kisses.
Alla Londonfari
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.3.2008 | 00:22
Nýja vinnan gengur vel :)
Vildi bara staðfesta að nýja vinnan gengur vel en ég þarf samt að hafa mig alla við þessa dagana við að koma mér í og úr vinnu, fara í ræktina og lesa mér til um ýmis málefni sem tengjast vinnuni á milli þess að sofa af og til
En við Hrund fórum með Öllu vinkonu hennar út að borða á Roka aftur sem er æðislegur Japanskur veitingstaður hjá Tottenham Court Road og svo kíktum við aðeins á stað sem er nágrenninu okkar og heitir Drunken Monkey og hann lofaði alveg góðu en svo áttum við pantað á frábærum stað sem heitir Lounge Lover og við getum sko alveg mælt með honum. Já, og "omg" Þorrablótið var alveg frábært...kannski meira um það síðar
Ég vildi einnig þakka innilega fyrir öll innlitin á síðuna mína og allar frábæru kveðjurnar þær hlýja manni svo innilega þegar maður er staddur erlendis....vildi reyndar stundum að fleiri vinir mínir myndu blogga mig vantar slúður frá Íslandi
Jæja, nóg í bili hef því miður ekki tíma í meira eins og er. Hafðið það sem allra best þangað til næst.
Lots of luv and hugs and kisses.
Alla Londonfari
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.2.2008 | 00:02
Komin með frábæra vinnu :)
Ég er svo hamingjusöm núna....ég er komin með frábæra vinnu!!
Fyrsti vinnudagurinn minn í nýju vinnunni verður 3. mars en ég er að fara vinna sem Product Development Project Manager hjá fyrirtæki sem heitir The Trainline en flestir í Bretlandi þekkja fyrirtækið. Ég hlakka þvílíkt til að takast á við þetta nýja verkefni þar sem mér hefur alltaf fundist svo gaman af því að þróa, breyta og bæta þá held ég að þetta starf eigi eftir að eiga mjög vel við mig. Fyrirtækið er staðsett hjá Aldgate tube stöðinni en það er gjörsamlega við hliðiná ræktinni og frekar nálægt heimilinu mínu svo ég get labbað í vinnuna þegar það er gott veður en þetta er algjör lúxus miðað við marga aðra hér í London. Landsbankinn er staðsettur við hliðiná mér svo núna get ég meira segja farið í lunch með Hrund og öðrum vinum mínum þar J
Á meðan ég man þá er hér mynd af Hrund sambýliskonu minn í London.
Við Hrund fórum og héldum uppá tilefnið og fórum í bæinn að versla en ég keypti mér æðislega skyrtu og svo topp fyrir ræktina. Í framhaldi fórum við á djammið en við kynnumst fullt af gaurum en þeir sýndu okkur staði niðri í Piccadilly sem við eigum eftir að fara aftur á....við myndum hinsvegar alveg þiggja að fá að vita um góða klúbba sem einhver getur mælt með fyrir okkur, endilega sendið mér póst eða látið athugasemd á síðuna. Við erum að vinna í því að prófa staði til að geta leiðbeint okkar gestum sem allra best og verið sko með London á hreinu.
Ég og Hrund erum búnar að vera mjög duglegar í ræktinni þessa dagana en við erum að fara um 5-6 sinnum í viku, við verðum algjörar skvísur í bíkiníunum okkar í sumar. Við förum meira segja í fitumælingu til að við getum mælt og metið árangurinn hjá okkur aðmennilega. Það er sko þvílíkt aðhald í gangi í matarræðinu líka en það er hinsvegar allt leyfilegt á laugardögum svo það er uppáhaldsdagurinn okkar J
Jæja, nóg í bili. Hafðið það sem allra best þangað til næst.
Lots of luv and hugs and kisses.
Alla Londonfari
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
4.2.2008 | 23:34
Fyrsti vinnudagurinn :)
Fyrsti vinnudagurinn minn 4. febrúar í tímabundu vinnunni var alveg frábær, ég rúllaði þessu alveg upp. Ég hef bæði unnið með Navison Financials og Navision Axapta í gegnum tíðina en það var verið að kenna mér á Navison Attain sem er mjög svipað forrit og ég var byrjuð að kenna þeim sem var að kenna mér á forritið ýmis sniðug tricks en það lýsir mér og hugbúnaði nú alveg í hnotskurn. Vinnufélagarnir voru alveg steinhissa á því hvað ég var fljót læra allt J
Ég verð að viðurkenna það er svolítið skrýtið að vera tala ensku allan daginn, en það var ýkt gaman bara að þessu og þetta verður alveg frábær reynsla.
Svo drifum við Hrund okkur í ræktina og hún tók mig í smá BootCamp tíma eftir hlaupabrettið, en henni fannst ekkert smá gaman að því að pína mig áfram J
Við erum reyndar búnar að vera mjög duglegar í ræktinni og ætlum sko að verða þvílíkar skvísur í sumar!!
Jæja, nóg í bili. Hafðið það sem allra best þangað til næst.
Lots of luv and hugs and kisses.
Alla Londonfari
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
3.2.2008 | 00:15
10 viðtöl á einni viku!
Hrund sem leigir með mér fór til Íslands síðustu helgi í brúðkaup og ég var ein í kotinu. Ég notaði tímann og útbjó Vision board en þeir sem hafa horft eða lesið Secret vitið hvað ég á við. Það var rosalega skemmtilegt klippa út og að setja draumana sína upp á töflu. Mæli hiklaust með þessu þótt að fólk trúi ekki á skilaboðin þá ert þetta mjög hollt að mínu mati því maður setur sér markmið og horfir á myndir af því sem maður vill sjá í framtíðinni sinni.
Um síðustu helgi fórum við Vigdís og Ingvar í afmæli hjá Lindu sem býr hérna úti en hún er systir hennar Nínu hans Skúla Gunn forstjóra Capacent Int. Hún hélt afmælið sitt á æðislega skemmtilegum stað sem er mjög nálægt heimilinu mínu, en ég mun alveg örugglega fara þangað aftur. Ég var reyndar að uppgötva um daginn að nú verða margir vinir mínir þrítugir á árinu ásamt sjálfri mér, algjör að velja þetta ár til að flytja erlendis J
Ég væri alveg til í að mæta í öll þessi yndislegu afmæli en kannski mun ég halda þrítugsafmælið mitt hér í London, hver veit!
Síðasta vika var rosalega busy....ég fór í 10 viðtöl en ég fór í þrjú viðtöl á einum degi það er sko þvílíkur árangur því það tekur tíma að komast á milli staða hér í London. Öll þessi viðtöl og vinnan mín hafa skilað árangri þar sem ég byrja að vinna á mánudaginn. Ég fékk frábært símtal frá Íslandi í vikunni en það var verið að bjóða mér sölu- og markaðsstjórastöðu hjá litlu fyrirtæki á þvílíkri uppleið en það er frekar girnilegt að taka starfinu miðað við hvað er verið að bjóða mér hérna....en ég held enn í vonina að ég fái fullkomna starfið mitt hérna.
Það var íslendingapartý þann 1. febrúar en það var mjög gaman að kynnast fleirum íslendum hér í London. Það verður svo þorrablót þann 1. mars, en okkur hlakkar þvílíkt til því það verða að öllum líkindum aðeins fleiri andlit þar J
Jæja, nóg í bili. Hafðið það sem allra best þangað til næst.
Lots of luv and hugs and kisses.
Alla Londonfari
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.2.2008 | 23:30
Komin með vinnu :)
Oh, þið trúið því ekki hvað ég er ánægð núna....ég er komin með vinnu hjá fyrirtæki sem heitir QBS software en ég byrja að vinna 4. febrúar. Þetta er tímabundin vinna á meðan ég leita að fullkomna starfinu mínu, en verð í símasölu á hugbúnaði. Þetta er fínt tækifæri fyrir mig til að komast inní vinnumenninguna hér í landi :)
Lífið er svo yndislegt.
Jæja, nóg í bili. Hafðið það sem allra best þangað til næst.
Lots of luv and hugs and kisses.
Alla Londonfari
Bloggar | Breytt 3.2.2008 kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
Bloggvinir
Fólk
Næturlíf í London
Næturlíf í London
-
LoungeLover
Ótrúlega skemmtilegur og töff kokteilbar þar sem einnig er hægt að fá sér sushi. No. 1 Whitby Street London E1 6JU To make a booking please call on Tel: 020 7012 1234
LoungeLover
Verslanir í London
-
DisDis
disa@disdis.net
The DisDis brand designs high quality leather laptop bags, women’s evening bags, handbags, men’s bags, bracelets, belts and shoes.
www.disdis.net -
Myndir af verslunargötum
Hér er hægt að finna myndir af öllum helstu verslunargötunum, þú ferð fram og til baka eins og þú sért að labba á götunni.
Myndir af verslunargötum -
Topshop
400 Oxford Street. Um leið og komið er uppúr neðanjarðarlestinni frá Oxford Circus.
Topshop
Veitingastaðir í London
-
Gaucho
Argentine steikhús sem eru víða um London. 25 Swallow Street, London W1B 4QR T 020 7734 4040 F 020 7734 1076 Email Gaucho Piccadilly
Gaucho -
Hakkasan
Cusine: Chinese Address: Hanway Place, W1T 1HF Enquiries: 020 7907 1888 Hef því miður ekki fundið heimasíðu.
Hakkasan LondonTown
Tenglar
Fashion
- DisDis The DisDis brand designs high quality leather laptop bags, womens evening bags, handbags, mens bags, bracelets, belts and shoes.
Veitingastaðir í London
- Gauho Argentine steikhús sem eru víða um borgina. Mæli hiklaust með steikunum þarna.
London
- Bloggið hennar Vígdísar Bloggið hennar Vígdísar hjá LÍ í London
- View my on LinkedIn View Adalheidur Osk Gudmundsdottir's profile on LinkedIn
- View my on MySpace View Alla´s profile on MySpace
- View my on FaceBook View Alla´s profile on FaceBook